Um Lísó

Lísó hefur hannað stafamyndir frá 2017 sem byrjaði þannig að hana langaði að hanna einskonar ættartré fyrir ömmu sína og afa. Úr varð mynd með götuheiti þeirra og svo nöfn allra afkomenda í kring. 
Eftir það fór hún að hanna stafamyndir í tilefnisgjafir sem síðar þróaðist í staðlaðar myndir sem hafa fallegar merkingar að baki og geta vonandi veitt innblástur.

En hver er Lísó?

Ég, Lísó eða Lísbet Hannesdóttir, er Akureyringur en hvorki í húð né hár. Foreldrar mínu eru frá Húsavík og Suður Bár við Grundarfjörð. Ég er skírð Lísbet Hannesdóttir en pabbi átti til gælunöfn fyrir okkur allar, mig, systur mínar og mömmu. Nafnið sem ég fékk var Lísó.

Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um nafnið og hefur þótt vænt um þegar vinkonur mínar hafa tekið upp á að kalla mig Lísó. Það er eitthvað við það sem „hittir heim“.

Þegar ég fór að búa til stafamyndirnar og tek ákvörðun um að kynna þær betur fannst mér ekkert annað koma til greina en að nota nafnið Lísó. Til að byrja með notaðist ég við Lísó Hönnun en þegar leið á fór ég að búa til myndir á fleiri tungumálum og breytti því í Liso Letters.

Af öllum þeim myndum sem ég geri finnst mér alltaf skemmtilegast að gera sérpantanir, það koma til mín svo persónuleg orð sem lýsa manneskjunni, parinu eða hverjum þeim sem taka aðalhlutverkið í myndinni.

Í mínu aðalstarfi er ég verkefnastjóri gæða- og mannauðsmála hjá Háskólanum á Akureyri en mikill tími fer líka í hönnun og golf ásamt stundum með fjölskyldunni og ferðalög.

Endilega sendu mér skilaboð hér:

Contact form