Um Lísó

Lísó hefur hannað stafamyndir frá 2017 sem byrjaði þannig að hana langaði að hanna einskonar ættartré fyrir ömmu sína og afa. Úr varð mynd með götuheiti þeirra og svo nöfn allra afkomenda í kring. 
Eftir það fór hún að hanna stafamyndir í tilefnisgjafir sem síðar þróaðist í staðlaðar myndir sem hafa fallegar merkingar að baki og geta vonandi veitt innblástur.

Lísó býður nú upp á myndir í nokkrum stærðum með og án ramma ásamt annars konar stafamyndum sem þú getur prentað heima og útbúið fallegar myndir fyrir heimilið.
Myndirnar fást á eftirtöldum stöðum:

www.liso.is
www.rambastore.is

Þar að auki er stafamyndunum ætlað að vera til í fleiri tungumálum og tilbúnar til útprentunar hvaðan sem þú ert í heiminum.

Hér getur þú sent mér skilaboð ef þig langar að taka þátt í þeirri vegferð og telur þig geta tekið að þér textaskrif á mismunandi tungumálum. 

Contact form